Við höfum nú opnað á ný endurnærð eftir sumarfrí

18.07.2012
Eftir gott sumarfrí höfum við nú opnað að nýju. Nú í sumar höfum við opið frá 12 til 17 en munum lengja opnunartímann með haustinu. 
 
Enn bætast við vörur og vöruflokkar í litla heilsuhornið okkar og hafa lífrænu húð og snyrtivörurnar frá Green People nú bæst við. Green People eru breskar náttúrullegar og lífrænar húð/snyrtivörur fyrir konur, menn, börn og unglinga.
 
Einnig munum við á næstu vikum kynna frábær ný hágæða vítamín og bætiefni.
Við reynum að vanda okkur sérstakalega vel við valið á öllum þeim vörum sem við flytjum inn og seljum í búðinni - smátt og smátt erum við að auka úrvalið af náttúruvænum og lífrænum vörum sem geta aukið vellíðan okkar ;) 
 

Við minnum á fjölbreytt úrval af Himalaya saltkristalslömpum, kertastjökum, baðsalti o.fl..
 
Verið velkomin til okkar á Smiðjuveginn.