Hvað eru saltkristalslampar?

13.08.2011

LAMPAR OG KERTASTJAKAR ÚR SALTKRISTAL

Saltkristal lampar og kertastjakar eru gerðir úr saltkristal steinum sem náttúran hefur formað á milljónum ára. Ditto ehf, flytur inn Himalaya saltlampana og Himalaya salt frá Pakistan. Saltkristallinn er unnin úr námum sem eru á um 500 metra dýpt við rætur Himalaya fjalla.

Lamparnir og kertastjakar eru allir handunnir til að viðhalda fegurð og náttúrulegum eiginleikum hvers steins. Þetta skapar einstakan saltkristal í fallegum lit sem getur verið frá alveg hvítum til ferskju og yfir í bleikan/appelsínugulan.

Þegar ljós eða kerti hita upp kristalinn gefur hann frá sér neikvæða jónun sem hjálpar til við að hreinsa og frískar loftið. Ljósið/birtan sem lampinn gefur frá sér virðist hafa róandi og heilandi áhrif á umhverfi sitt.

Saltkristal lampar eru náttúruleg afurð og auðveld leið til að bæta líðan auk þess að bæta við einstökum og fallegum munum á heimilið. Allir lampar og kertastjakar eru handgerðir og engir tveir eru eins.

Kostir saltlampana á heilsu

Saltkristals lamparnir geta þegar kveikt er á þeim og saltið hitnar, hreinsað andrúmsloftið af eftirfarandi
 

  • Frjókornum
  • Rykmaurum
  • Dýralykt
  • Reyk
  • Lykt
  • Myglu ögnum
 
Neikvæð jónun getur einnig hjálpað til við eftirfarandi
 
  • Grasofnæmi
  • Asma
  • Þunglyndi
  • Síþreytu

 

Saltkristalslamparnir gefa frá sér einstaklega hlýlega og róandi birtu